Chateau de la Chaize Bouilly 2019

Þetta er annað vínið sem ég tekið fyrir frá þessum frábæra framleiðanda í Beaujolais, en í gær fjallaði ég um hið margslungna og vinalega Morgon 2019. Hér erum við komin með Brouilly, sem er annað af hinum 10 Cru Beaujolais, og er víngerðin staðsett í Odenas sem er nokkurn veginn í bakgarðinum á Brouilly. Brouilly eitt af sunnarlegustu Cru Beaujolais og eru vínin þaðan oft léttari en þau sem koma t.d. frá Morgon eða Moulin-a-vent þar sem að jarðvegurinn er kalkkenndari en fyrir norðan. Brouilly er hins vegar stærsta Cru Beaujolais með 1250 hektara undir beltinu og því oft sem þessi vín eru fyrstu kynni fólks við Cru Beaujolais. Það þarf vart að taka það fram en auðvitað er vínið gert að öllu leiti úr Gamay.

Vínið er virkliega fallega rúbínrautt á litinn með fölbleikann geislabaug. Ilmurinn er galopinn og með sjúklega ferskan ávöxt í aðalhlutverki sem er svo ómótstæðilegur. Hindber, blárber, rauð kirsuber, rifsber, jarðarber og sólber leika lausum hala og með þeim í för er ljúfar kryddjurtir og fjólur sem gefa víninu aukna dýpt og byggingu. Í munni er það sama sagan og í nefi. Frekar létt og sýruríkt með bjartan og geggjaðan ávöxt í forgrunni. Létt tannín sem halda vínið svolítið saman og gera þetta að ansi góðu matarvíni. Hef drukkið þetta með eldbakaðri pizzu og get ég alveg mælt með því en lykilatriði er að drekka þetta kælt, eða við 14 gráður sirka.

Verð: 3.450 kr
Sjúklega ferskur og bjartur ávöxtur, sýruríkt og frábært. Vandað stöff!
4

(89/100)

You might be interested in …

1 Comment

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading