Site icon Vínsíðurnar

Bulas Reserva Tinto 2016

Bulas fjölskyldan hefur verið framleitt vín í Douro dalnum síðan árið 1951 þegar Jose Bulas Cruz keypti Quinta da Costa de Baixo á hægri bakka ánnar Douro. Í dag er víngerðin í höndunum á þeim systkinum Maria Gabriel og Jose Afonso Bulas Cruz og þeim til halds og traust er hin bráðsnjalla víngerðarkona Joana Duarte, sem á stóran heiður að uppbyggingu víngerðarinnar. Ekrur Bulas þekja um 60 hektara af landi allt frá bökkum Douro og upp í hlíðarnar í um 600m hæð. Ávöxturinn kemur af gömlum vínvið Touriga Nacional og fær vínið að þroskast í 12 mánuði á franskri eik áður en það er klárt í átöppun.

Þetta er gríðarlega dökkt og þykkt að sjá og mætti halda að um blek væri að ræða. Ilmurinn er gríðarlega opinn og þéttur og einkennist hann af dökkum berjum á borð við sólber, kirsuber, krækiber og jarðarber og er þetta allt saman nánast sultað, en samt ekki því það er ákveðinn ferskleiki sem bjargar þessu fyrir horn. Bakvið þetta allt saman vottar svo fyrir tunnumeðferð og er vanilla og mild krydd sem laumast bakvið þéttann ávaxtavegginn. Í munni er það nokkuð bragðmikið með stór og ansi lífleg tannín, sem öskra á mat – eða meiri tíma í flöskunni. Ávöxturinn er þó ekki jafn safaríkur og aðlaðandi og hann var í nefi og er það næstum eins og það vanti hryggsúluna í þessu víni og er það full stutt í annan endan, sem er synd því ilmurinn er geggjaður. Á heima með grilluðu lambi.

Verð: 3.975 kr
4

(86/100)

Exit mobile version