Site icon Vínsíðurnar

Bacchus Ciu Ciu Piceno 2020

Frá Piceno vínræktarhéðarinu í Austurhluta Marche héraðs kemur þetta gríðarlega skemmtilega vín sem er blanda af Sangiovese og Montepulciano. Vínviðurinn er ræktaður í leirkenndum jarðvegi í um 300 metra hæð.

Vínið er dimmrautt á litinn og nokkuð opið strax frá upphafi. Súr kisruber, og fjólur eru áberandi í byrjun en fljótlega kemur fram hvítur pipar, jarðvegur, steinefni, leður, tóbak, lyng og léttur marsipantónn í ljós. Virkilega viðkunnalegur og ferskur ilmur sem er stútfullur af terroir og persónuleika. Það er svo sæmilega bragðmikið með flotta sýru og nokkuð áberandi tannín, sem gerir þetta að efnilegu matarvíni. Nokkuð langt eftirbragð sem hangir á ávextinum. Eins og fyrr sagði þá kallar það á vín og mundi ég hafa þetta með bragðmeiri pastaréttum sem innihalda kjöt, kálfakjöti eða einfaldlega með grilluðu lamba prime.

Verð: 3.144 kr
u003cemu003eSamantekt á víninuu003c/emu003e
4

(88/100)

Kaupa hér
Exit mobile version