Campo alla Sughera Adéo Bolgheri Rosso 2019

Þessi blanda af Cabernet Sauvignon og Merlot kemur frá vínekrum Campo alla Sughera í hjarta Bolgheri vínræktarhéraðsins. Vínið fær að dvelja í góða 12 mánuði í eikartunnum, svokölluðum barriques.

Vínið er rúbínrautt á litinn og miðlungsþétt að sjá. Ilmurinn er galopinn og standa þétt og safarík kirsuberin upp úr til að byrja með. Eftir smá kynni í glasinu koma í ljós blönduð krydd, kryddjurtir, balsamik, bláber, fjólur, leður og loks vel tónaður tunnukeimur sem bindur þetta allt vel saman. Afskaplega dökkur og seiðandi ilmur sem þarf smá tíma í glasinu til að opna sig almennilega. Það er svo nokkuð bragðmikið og kröftugt en á sama tíma heldur það í ákveðinn elegans, þökk sé fínlegum og vel slípuðum tannínum. Mjög vönduð uppbygging á þessu víni og er eftirbragðið afskaplega langt og ljúffengt. Þetta frábært vín sem krefst þess að vera drukkið með mat, þrátt fyrir að vera aðgengilegt, og mundi ég mæla með að drekka það með bragðmiklum kjötréttum en þroskaður parmesan væri t.d. góður félagsskapur.

Verð: 5.300 kr
4.5

(91/100)

You might be interested in …

Leave a Reply