Weingut Bründlmeyer Grüner Veltliner Landwein 2020

Þá má með sanni segja að Grüner Veltliner leiki algört lykilhlutverk í vínframleiðslu Austurríkis því um 33% af öllum vínvið landsins eru einmitt Grüner Veltliner. Eina þrúgan sem kemst nálægt henni er hin dökka Zweigel þrúga. Grüner er búið að fara í gegnum hæðir og lægðir síðustu ár og er það von mín að það sé kominn tími á vinsældir hennar á ný, því það þarf varla að ræða gæðu hennar. Þau eru löngu staðfest. Þetta Grüner kemur frá hinum virta Bründlmeyer og kemur ávöxturinn frá ansi víðfermu svæði sem er heitir Weinland í N-Asturhluta landsins og er skilgreint Landweing svæði í Austurrísku upprunavottunarkerfinu.

Vínið er fölgyllt á litinn og með opinn og grösugan ilm í upphafi. Ferskur ávöxtur bætist í hópinn ásamt mildum kryddtónum en einnig er að finna greip, steinefni, hunangsmelónu og græn epli. Léttur, frísklegur og ekki mjög kröfuharður ilmur. Í munni er það létt og ferskt og er vottur af kolsýru í fyrstu. Ávöxturinn er ferskur og allur hinn fínlegasti en það eru töggur í honum því hann endist ansi lengi. Þetta er afskaplega þægilegt og frísklegt vín sem er lítið mál að vinna sig í gegnum og jafnvel aðeins of auðvelt. Prófið þetta með góðu sushi eða léttari fiskréttum.

Verð: 2.490
4

(87/100)

You might be interested in …

Leave a Reply