Bulas 20 ára Tawny

Fyrir ekki svo löngu þá fjallaði ég um tvö afskaplega skemmtileg rauðvín frá Bulas en nú þegar stutt er í hátíð ljóss og friðar þá er ekki úr vegi að snúa sér að hinum styrktu rauðvínum Douro dalsins, portvínum. Hér erum við með 20 ára Tawny sem þýðir að meðalaldur blöndunnar er að minnsta kosti 20 ára gamall. Þið ykkar sem viljið fræðast örlítið meira um Portvín getið lesið ykkur til um það hér.

Vínið er fallega karamellubrúnt á litinn sem gefur til kynna að meðalaldurinn gæti alveg verið vel norðan við 20 árin. Ilmurinn er nokkuð opinn og þroskaður en eftir smástund í glasinu þá springur það út með rúsínur, plómur, karamellu, vanillu, mildum kryddum, súkkulaði ásamt glás af heslihnetum sem umlykja vínið. Algjörlega frábær ilmur sem er kröftugur en á sama tíma fágaður. Það er bragðmikið og sætt eins og góðu tawny ber að vera en sætan er virkilega mátuleg. Ávöxturinn er geggjaður og eftirbragðið virðist aldrei ætla að hverfa á brott. Karamella, heslihnetur og döðlur ráða þar ríkjum og gera það einstaklega vel. Þetta er frábært Tawny og má segja að lítið glas af þessu hringi inn jólin.

Þetta fæst því miður ekki í vínbúðunum en ekki ólíklegt að umboðsaðili Bulas á Íslandi geti bjargað ykkur.

Verð: X.XXX kru003cbru003eu003ca href=u0022https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=10909/u0022u003eu003cimg class=u0022wp-image-1399u0022 style=u0022width:80px;u0022 src=u0022https://vinsidurnar.is/wp-content/uploads/2022/01/vinbudin1-2.jpgu0022 alt=u0022u0022u003eu003c/au003e
u003cemu003eSamantekt á víninuu003c/emu003e
4.5

(93)

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading