Cantine Torri Merlot

Rúbínrautt á litinn og gríðarlega opinn ilmur af rauðum berjum eins og t.d. jarðarber og kirsuber en einnig er að finna nokkuð ljúf krydd ásamt fersku tóbakki, leðri, smá jarðvegi, kryddjurtum og blómlegum keim í lokin. Verð að segja að fyrir mína parta þá átti ég alls ekki von á svona margslungnum ilm, mjög skemmtilegt. Það er svo silkimjúkt og milt í munni með breið en vinaleg tannín sem umlykja tunguna. Ávöxturinn er nokkuð sætur og mætti sýran vegna ögn ákveðnari til að balansera vínið. Eftirbragðið er býsna langt og endar það á sultuðum ávextinum. Þetta er nokkuð “alhliða” matarvín, ef svo má segja, en ég sé það helst fyrir mér með bragðmiklum grillmat en einnig með matarmiklum kjötpizzum. Mæli eindregið með léttri kælingu til að lyfta víninu aðeins upp.

Verð: 8.790 kr
4

86/100

Kaupa hér

You might be interested in …

Leave a Reply