Site icon Vínsíðurnar

Smá um víndóma

Það sló mig pínulítið um daginn þegar mér var boðið í smakk á sýnishornum sem ákveðinn víninnflytjandi fékk send til sín. Þar voru alls konar vín en það var einn framleiðandi sem fangaði athygli mína þar sem hann er frá vínræktarhéraði sem ég held mikið upp á. Þegar vínin voru smökkuð þá var engu líkara en að einhver væri að hrekkja mig því að vínin voru alls ekki eins og dæmigerð vín úr þessari tilteknu þrúgu frá þessu tiltekna héraði. Þessi vín hefðu alveg eins getað verið frá Bordeaux eða Suður Afríku. Þetta voru alls ekki vond vín, ekki misskilja mig, heldur vantaði allan karakter og upprunaeinkenni. Þegar ég var svo spurður hvað mér finndist þá átti ég eilítið erfitt með að útskýra fyrir þeim að þetta væri svosem góð vín en mér finndist þau samt ekki góð. Það sem gerir vín svo spennandi er fjölbreytileikinn sem uppruninn býður upp á.

Að dæma vín er oft á tíðum misskilið og í raun einfaldað. Víndómur snýst ekki einungis um það eitt hvort að vínið sé gott eða vont. Ef svo væri þá þyrfti varla að nota 100 punkta skala til að gefa víninu einkunn, heldur væri þumall upp og þumall niður líklega nóg. Vínrýnir eða víndómari þarf að nálgast vín út frá nokkrum forsendum og er ánægjan aðeins ein af þeim. Reynsla og mikil þekking þarf að vera til staðar til að geta dæmt vín útfrá öllum þeim forsendum. Hver og einn neytandi verður svo að dæma það fyrir sig sjálfan hvort að hans eða hennar upplífun af víninu hafi verið ánægjuleg eða ekki. Það er oftast vonlaust að spyrja „vínsérfræðing“ um hvaða vín honum finnst best, því yfirleitt er ekki eitt vín sem stendur uppúr, heldur mörg frá ýmsum svæðum og héruðum, og við mismunandi ástæður. En hvað þarf neytandinn að vita þegar hann les alvöru vínrýni?

Er vínið dæmigert fyrir sitt hérað?

Það verður aldrei hægt að bera saman Pinot Noir frá Bourgogne og Shiraz frá Ástralíu eða Chianti Classico frá Ítalíu á jafningja grundvelli. Í flestum héruðum er upprunavottun sem lýsir m.a. kröfum í vínræktinni (þéttleiki plantna, afköst þeirra o.m.fl.) og leyfðum þrúgum en auk þess er smökkun hlutur af vottuninni sem staðfestir að akkúrat þetta vín beri einkenni héraðsins. Það getur farið svo langt að til dæmis í Chianti skal vínið sem ber það nafn ilma af kirsuberjum. Einnkunnagjöf dómarans ætti að vera algjörlegt aukaatriði því neytandinn og vínrýnirinn hafa ekki sömu bragðlauka og eru misnæmir fyrir t.d. sýru eða tannín. Sá sem þekkir vínið þarf að vera það vel að sér í kröfum upprunavottunar að hann getur gefið neytendanum vísbendingar um gæði vínsins innan héraðsins og þarf einkunnagjöfin alltaf að endurspegla það hvort að vínið sé dæmigert.

Er vínið vel gert?

Innan þess ramma sem dæmigerðu einkennin fyrir héraðið myndar fyrir vínið sem verið er að dæma eða rýna í, er nauðsynlegt að finna hvernig vínhúsið eða víngerðamaðurinn ná að koma til skila eigin stíl eða stíl hússins. Er það með því að leggja áherslu á „terroir“? Eða með því að byrja að gera miklar kröfur í vínekrunni? Er það með því að nota iðnaðarger sem magnar einkenni þrúgunnar? Eða aukefni til að leiðrétta vínið? Er vínið létt eða þétt, jafnvel með aðstoð tækninnar? Er það elegant eða í grófara lagi? Eru tannín eðlileg og merki um heilbrigði vínsins eða eru þau falin? Er vínið í jafnvægi?

Einnig er verið að leita að göllum í víninu sem kunna að hafa orðið til í víngerðinni. Hér er ég sennilega kominn á hálann ís gagnvart náttúruvínsunnendum en vín sem er oxað vegna þess að víngerðarmaðurinn gerði ekki viðeigandi ráðstafanir er ekki vel gert vín til dæmis. Auðvitað er það smekksatriði hvort að fólki finnst oxað vín gott en það er almennt séð ekki dæmi um góða víngerð.

Vínin frá nýja heiminum

Það vill oft vera erfiðara, alla vega hér á landi þar sem framboð vínbóndavína frá nýja heiminum er takmarkaðra en annars staðar, að tengja vínið við ákveðið „terroir“ eða uppruna þótt mikið sé að breytast í þessa átt, til dæmis í Suður Ameríku. Þá er gengið útfrá þrúgunni – sem í mörgum tilfellum hefur frábrugðin einkenni frá sömu þrúgunni í Evrópu eða frá ákveðnum stíl sem hefur mótast, eins og Sauvignon Blanc frá Nýja Sjálandi.

Því er ekki að neita að þótt vínrýnirinn sé eins mikill fagmaður og hægt er að vera þá höfða ákveðnar tegundir meira til hans en aðrar og mun persónulegur smekkur alltaf spila inn í einkunnagjöf þar sem að við erum ekki vélmenni. Sem dæmi þá endurspeglast þetta vel í mismundi einkunnagjöfum hjá hinum virtu víntímaritum Wine Spectator og Decanter. Það er því mikilvægt að neytandinn finni hjá sér hvaða vínrýnir hentar honum/henni best og fylgi þeim rýni en þó án þess að loka alveg á önnur sjónarmið. Það sem mestu máli skiptir er að hver og einn finni sinn smekk og

Exit mobile version