Michel Guignier Chiroubles 2022

Vínið
Vínið er rúbínrautt með fjólubláan hjúp til marks um ungan aldur. Ilmurinn er allt sem ég elska við Beaujolais, léttur og glaðlegur með allan þann ferska og aðlaðandi ávöxt sem gott Beaujolais hefur upp á að bjóða. Fjólur og rósir poppa upp inn á milli og létt krydd ásamt steinefnum binda þetta saman. Ef þessi ilmur kemur þér ekki í gott skap þá er nánast öll von úti. Í munni er það létt og frísklegt með góða sýru í bland við safaríkan ávöxtinn. Fínleg tannín bæta við byggingu vínsins án þess þá að vera of áberandi en þau styðja svo sannarlega við byggingu vínsins. Bláber, súr kirsuber, sólber, hindber og dass af jarðarberjum eru í forgrunni en kryddjurtirnar eru ekki langt undan. Um leið og vínið opnast og hitnar aðeins kemur hinn einkennandi jarðvegstónn fram sem og kjöt, ef svo má segja. Þetta er margslungið vín, á lúmskann hátt því það virðist í fyrstu vera ekkert nema ferksur ávöxtur en ef betur er að gáð þá kemur ansi margt í ljós.

Þetta er algjörlega frábært vín sem ætti að drekkast við 13-15 gráður til þess að njóta til fulls.

Verð 3.891 kr

Þrúga
100% Gamay.

Uppruninn
AOC Chiroubles (Beaujolais, Frakkland)

Ávöxturinn kemur frá ekrum Michel Guignier sem liggja í kringum þorpið Chiroubles og vex vínviðurinn í hlíðunum í um 500 metra hæð. Chiroubles er eitt af tíu Cru Beaujolais, og reyndar eitt minnsta, sem mynda efsta hlutann í gæðapíramída Beaujolais. Af þessum tíu Cru Beaujolais gefur Chiroubles alla jafna af sér léttari og fínleg vínin með ferskum ávexti og blómlegum tónum. Það kemur að mestu til vegna jarðvegsins sem er nánast að öllu leyti granítkenndur en einnig er efsta lagið nokkuð sendið sem skilar sér í léttleika vínanna.

Drekkið með
Charcutterie platta eða hörðum ostum en einnig með t.d. anda confit og linsubaunum. Sjá uppskrift hér.

Víngerðin
Michel Guignier tilturlega ung víngerð sem er staðsett í Villiers-Morgon í hjarta Beaujolais, eða réttara sagt í hjarta Cru Beaujolais svæðisins ef svo má segja. Víngerðin er nokkuð nýleg, var stofnuð árið 1991 þegar Michel fékk að nota nokkrar ekrur í Morgon sem voru í eigu föður hans, samtals um 3 hektarar, til þess að framleiða sitt eigið vín. Fljótlega fór hann bæta við sig ekrum og á hann um 11 hektara samtals í fimm af tíu Cru Beaujolais. Michel er mikill hugsjónarmaður, sumir vilja meina að hann sérvitringur (sem er líklegast að einhverju leiti rétt), og leggur hann mikla áherslu á að vinna með náttúrunni á bíódínamískan hátt. Hann er þó ekki með Demeter vottun, því honum finnst það stríða gegn grundvallar prinsipum hinnar bíódínamísku hugmyndafræði Rudolph Steiner. hann er þó með lífræna vottun. Fyrir nokkrum árum fékk hann svo hestinn Rosie til liðs við sig til að aðstoða sig við að plægja jörðina þar sem honum þótti það nbáttúrulegri leið til að vinna ekrurnar heldur en að rúnta með mengandi traktor í gegnum vínviðinn.

Hann hefur einnig látið út úr sér að mögulega sé hægt að lækna alkohólisma með léttvíni án þess þó að fara neitt ítarlega í það hvernig hann ætlar að gera það, en við skulum leyfa honum að eiga þá pælingu fyrir sig að svo stöddu.

Smá um Chiroubles

You might be interested in …

2 Comments

Leave a Reply