Vín vikunnar

Nú þegar lofthiti er víðast hvar kominn í tveggja stafa tölu og sums staðar orðinn meiri en víðar í Evrópu þá er komin tími á fersk, brakandi og bragðgóð hvítvín. Í mínum huga er ekkert hvítvín betur til þess fallið að tikka í öll þau box en Sauvignon Blanc. Hvort sem ætlunin sé að sötra það á pallinum, í útileigunni eða þá til þessu að skola niður grillað sjávarfang þá er fátt sem mér finnst vera betri kostur en Sauvignon Blanc og ekki verra ef það kemur frá Sancerre. Fyrra vín vikunnar er einmitt það. Frá rótgrónum og gríðarlega vönduðum framleiðanda sem hefur því miður farið fram hjá of mörgum og hvet ég ykkur til að grípa nokkur gler af þessari gleði.

Hitt er svo öllu þéttara og bragðmeira og hentar mögulega betur fyrir okkur greyin á S-Vestur horninu sem erum ekki að njóta hitabylgjunnar sem er að gleðja landsmenn hinu meginn á landinu. Rioja er löngu orðið samgróið vínmenningu í hugum Íslendinga og mögulega það mikið að það er ekkert sérstaklega töff lengur að bjóða upp á góða flösku af Rioja víni. Hins vegar er staðreyndin sú að sennilega hafa gæðin aldrei verið meiri frá þessu þekktasta vínræktarsvæði Spánar og ætla ég að gerast svo frakkur að halda því fram að Markgreifinn af Murrieta sé þar í fararbroddi. Aftur hef ég það á tilfinningunni að Markgreifinn hafi svolítið silgt undir radarnum hjá Íslendingum sem mér finnst stórfurðulegt því Reserva vínið frá honum er líklegast eitt það vandaðasta sinnar tegundar í hillum vínbúðanna þessa dagana.

Hér eru vín vikunnar.

Vín VIkunnar – vika 25

Henri Bourgeois Sancerre Les Baronnes 2021

Frakkland er stútfullt af ótrúlega vanmetunum vínræktarsvæðum sem öll eiga það sameiginlegt að framleiða frábær vín. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að Sancerre sé vanmetið en mér finnst það þó ekki fá það lof sem það verðskuldar, sérstaklega hérlendis. Sancerre er þó eitt þekktasta vínræktarsvæði Loire dalsins þar sem eru framleidd einhver albestu hvítvín úr Sauvignon Blanc sem hægt er að fá. Henri Bourgeaois er óneitanlega eitt af þekktustu nöfnum Sancerre, og jafnvel Loire dalsins ef út í það er farið. Víngerðin er staðsett í smábænum Chavignol,…

Lesa víndóm

Marques de Murrieta Reserva 2018

Markgreifinn af Murrieta á sér afskaplega langa sögu og það má í raun með sanni segja að hér sé á ferð einn áhrifamesti vínframleiðandi Rioja héraðs og sem lagði grunninn að vínrækt í héraðina fyrir rúmum 170 árum. Fyrir rúmu ári síðan tók ég fyrir hinn frábæra 2016 árgang af þessu víni fyrir og var ég gríðarlega hrifinn af því og sagði meðal annars að það væri gjafaverð á þessu víni. Þó svo að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að verðið hafi hækkað um nokkra hundraðkalla þá er ég enn…

Lesa víndóm

You might be interested in …

Leave a Reply