Þrúgur heimsins: Furmint

Ég held að það sé óhætt að segja að fáar þrúgur hafa gefið af sér jafn mögnuð vín án þess að baða sig í sviðsljósinu eins og Furmint hefur gert og ég er nokkuð viss um að fáir hafi yfir höfuð heyrt um Furmint. Þrúgan er upprunin í Ungverjalandi og hefur í gegnum aldirnar gefið af sér stórkostlegustu sætvín sem þessi heimur hefur upp á að bjóða, Tokaji Aszú, en einnig eru…

Lestu meira.

Beaujolais – Lúmskur maraþonhlaupari

Ég er mikill aðdáandi Beaujolais vína, sama hvort um er að ræða Beaujolais Villages eða Cru Beaujolais. Meira að segja Beaujolais Nouveau vín eiga sinn stað og sína stund. Dásamlega frísklegur og bjartur ávöxturinn í vel gerðu Beaujolais ásamt mildum kryddum, blómlegum tónum og dass af góðri sýru gera þessi vín svo ótrúlega aðlaðandi og nánast ómótstæðileg. Jafnvel það aðlaðandi að það nær nánast engri átt að setja þessi vín í “vínkjallarann”…

Lestu meira.

Tamnavulin

Áður en lengur haldið er gott að hafa eitt á hreinu. Ég er alls enginn sérfræðingur um viskí og er ég í raun í besta falli áhugamaður sem hefur lesið sig aðeins til um þennan magnaða drykk. Ég man það vel þegar ég var nýorðinn tvítugur og ákvað einn daginn á leið heim frá Kaupmannahöfn að nú skyldi ég vera svolítið fullorðins og kynna mér viskí. Ég fór auðvitað í fríhöfnina og…

Lestu meira.

Skyrjarmur og enn meiri Skyrjarmur

Skyrgámur ver áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða samkvæmt þjóðsögum Jóns Árnasonar en einnig gengur hann undir nafninu Skyrjarmur. Skyrjarmur er víst stór, sterklegur og sólginn í skyr sem útskýrir nafn hans. Hann leitar upp skyrtunnur og étur úr þeim, þar til hann stendur á blístri. Jóhannes úr Kötlum orti eftirfarandi um hann: Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig…

Lestu meira.

Ákavíti og Brennivín

Ef það er einhver áfengur drykkur sem Skandínavar eiga skuldlaust þá er það ákavíti. Fyrstu skriflegu heimildirnar um ákavíti er að finna í bréfi frá dönskum aðalsmanni til erkibiskupsins í Noregi árið 1531 og er þar talað um drykk sem er nefndur aqua vitae á latínu, eða vatn lífsins. Þar er talað um að drykkurinn sé meðal við alls konar kvillum, bæði innvortis og útvortis, og með bréfinu fylgdi kassi af þeim…

Lestu meira.

Beaujolais Nouveau

Í dag er fimmtudagurinn 17. Nóvember og er þetta þriðji fimmtudagur Nóvember mánaðar, sem í sjálfu sér er ekkert stórmerkilegt nema að þú eigir afmæli. En fyrir vínáhugafólk hefur akkúrat þessi þriðji fimmtudagur í Nóvember alltaf verið svolítið skemmtilegur, því að það er dagurinn sem Beaujolais Nouveau kemur á markað. Á alþjóðavísu. En Beaujolais Nouveau dagurinn hefur munað fífil sinn fegri og eru sorglega fáir sem vita hreinlega hvað Beaujolais Nouveau er…

Lestu meira.

Loading…

Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.