Beaujolais – gleymda perla vínheimsins!

Það er ótrúlegt hvað fáir vita hvað Beaujolais er, þegar ég tek það sem dæmi á námskeiðum og eiginlega ennþá ótrúlegra hvað fáir vita hvað Beaujolais Nouveau er, þegar ég nota það sem dæmi til að útskýra hið fyrra. Ekki nóg með að það sé ótrúlegt, heldur er það ekki minna sorglegt, því að gott Beaujolais vín er geggjað. En það er ekki langt síðan að ég enduruppgötvaði þetta hálf gleymda vínræktarhérað…

Lestu meira.

Chateau de la Chaize í Beaujolais

Það eru spennandi hlutir að gerast í Beaujolais þessa dagana og framtíðin er björt. Ný kynslóð víngerðarmanna er að taka við keflinu af foreldrum sínum sem gengu í gegnum rússíbanareiðina sem Beaujolais Nouveau tímabilið bauð uppá og er ungdómurinn staðráðinn í að gera ekki sömu mistök og voru gerð þar. Fyrst og fremst er allur fókusinn á gæði en ekki magn og eru fjölmargir framleiðendur að fjársfesta í innviðum til að tryggja…

Lestu meira.

5 rauðvín til að njóta með páskalambinu

Nú þegar páskarnir eru á næsta leiti þá er ekki vitlaust að fara að huga að páskamatnum, og víninu sem á að fara með honum. Það hefur löngum verið hefð fyrir því að borða lambakjöt á páskunum en það eru ekki margir sem vita að sú hefð er samofin kristinni trú. Einhverjar heimildir eru fyrir því að þessi lambatenging við páska eigi rætur sínar að rekja fyrir tíma kristindóms en þar sem…

Lestu meira.

6 mýtur um vín sem þarf að leiðrétta

Í gegnum árin hef ég haldið óteljandi mörg vínnámskeið. Þar hef ég hlotið þau forréttindi að fá að deila því sem ég hef lært með alls konar fólki sem hefur brennandi áhuga á vínum og verð ég að viðurkenna, að það er eitt af því skemmtilegasta  sem ég geri. Á þessum námskeiðum hef ég fengið fjöldan allan af spurningum, sem snúa að misskilningi, eða mýtum um vín sem mig langar  að deila…

Lestu meira.

Nei takk. Ég drekk ekki Merlot!

“No, if anyone orders Merlot, I’m leaving. I’m not drinking any f@%!ing Merlot!”. Þetta sagði Miles Raymond, sem Paul Giamatti lék svo eftirminnilega í myndinni Sideways, sem kom út í október 2004. Myndin fjallar um ferðalag tveggja miðaldra félaga til Kaliforníu, þar sem þeir gera mis gáfulega hluti, en meðal þeirra eru tíðar vínsmakkanir. Annar þeirra, Miles, er gramur vínsnobbari, sem hefur einstaklega sterkar skoðanir á vínum og er sérstök andúð á Merlot…

Lestu meira.

14 vín frá Rioja sem þú verður að smakka

Fyrr í vikunni birtum við grein um Rioja þar sem var stiklað á stóru um þetta vel þekkta vínræktarhérað og ef svo ólíklega vill til að þú hafir ekki lesið hana getur þú gert það hér. En það er eitt að lesa og fræðast um Rioja og kynnast helstu svæðum, þrúgum eða reglum en það er líka gríðarlega nauðsýnilegt að táka verklega nálgun á þennan fróðleik. Vínsíðurnar hefur smakkað þó nokkur vín…

Lestu meira.

Loading…

Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.