CERRO AÑON í RIOJA

Fyrir stuttu fengum við heimsókn frá Oscar Urrutia, sölustjóra Bodegas Olarra, sem fór með okkur í smá ferðalag um sögu víngerðarinnar og vínekrur þess og að lokum fengum við að smakka brot af framleiðslunni. Áherslan var auðvitað á Cerro Añon línuna sem hefur notið nokurra vinsælda hér á landi en einnig fengum við að smakka vín frá nýlegri víngerð þeirra í Ribera del Duero, Valcozar – en meira um það síðar. Smá…

Lestu meira.

Vajra kvöld á La Primavera

Enn halda heimsóknirnar áfram og fyrir stuttu fengum við þann heiður að eiga kvöldstund á La Primavera með Giuseppe Vajra, syni Aldo Vajra sem er stofnandi G.D. Vajra. Leifur Kolbeinsson á La Primavera setti saman matseðil í samstarfi við Giuseppe sem var svo paraður með vínum víngerðarinnar. Það þarf varla að taka það fram að þessi kvöldstund var frábær enda maturinn á La Primavera með þeim betri á landinu, þó víðar væri…

Lestu meira.

Gæðin frá Murrieta

Marques de Murrieta er vínframleiðandi sem þarf vonandi ekki að kynna fyrir mörgum þó svo að nærvera hans hafi verið minni en ætla skyldi á Íslandi. Fyrir ekki svo löngu hitti ég Gianluca Petruzzi, sölustjóra víngerðarinnar, sem fór yfir sögu þessa merkilega framleiðanda ásamt því að smakka magnaða vörulínu þeirra, bæði frá Rioja og Rias Baixas. Murrieta var stofnað árið 1852 af Don Luciano Murrieta sem hafði verið búsettur í London á…

Lestu meira.

Vín vikunnar

Nú þegar lofthiti er víðast hvar kominn í tveggja stafa tölu og sums staðar orðinn meiri en víðar í Evrópu þá er komin tími á fersk, brakandi og bragðgóð hvítvín. Í mínum huga er ekkert hvítvín betur til þess fallið að tikka í öll þau box en Sauvignon Blanc. Hvort sem ætlunin sé að sötra það á pallinum, í útileigunni eða þá til þessu að skola niður grillað sjávarfang þá er fátt…

Lestu meira.

Heimsókn frá Vinos Palacios

Það er afskaplega upplífgandi þegar víngerðarmenn eða fulltrúar vínhúsa gera sér leið til Íslands til að kynna framleiðslu sína fyrir þessum pínulitla markaði sem við erum hluti af. Hvort sem það sé merki um að víngerðarfólk geri ekki upp á milli markaða og sjá tækifæri á Íslandi eða hvort það sé einfaldlega vegna þess að þeim langi ofboðslega mikið að heimsækja landið skal ég ekki segja en svo lengi sem þau koma…

Lestu meira.

Smá um víndóma

Það sló mig pínulítið um daginn þegar mér var boðið í smakk á sýnishornum sem ákveðinn víninnflytjandi fékk send til sín. Þar voru alls konar vín en það var einn framleiðandi sem fangaði athygli mína þar sem hann er frá vínræktarhéraði sem ég held mikið upp á. Þegar vínin voru smökkuð þá var engu líkara en að einhver væri að hrekkja mig því að vínin voru alls ekki eins og dæmigerð vín…

Lestu meira.

Loading…

Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.