Vínskólinn hefur í gegnum árin boðið upp á fjöldann allan af námskeiðum. Hér fyrir neðan eru hugmyndir af námskeiðum fyrir þinn hóp en einnig er hægt að sérsníða námskeið eftir þörfum hópsins.


Listin að smakka

Listin að smakka hefur verið vinsælasta námskeið Vínskólans frá stofnun hans, enda hentar það bæði byrjendum sem og lengur komna. Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði vínsmakksins til þess að gera þeim sem sækja námskeiðið kleift að skilja betur vínið sem er í glasinu. Einnig er farið yfir víngerðina til þess að nemendur öðlist beturi skilning á víni. Að lokum eru 5 vín smökkuð þar sem ofangreind atriði eru nýtt og verður upplifunun af víninu eins og best er á kosið.

Verð 4.000 kr á mann*

Matur og vín

Pörun matar og víns hefur lengi flækst fyrir fólki enda gríðarlega flókið viðfangsefni þar sem persónulegur smekkur fólks setur flestar “reglur” úr skorðum. Sem betur fer eru nokkur grundvallaratriði sem farið er yfir á þessu námskeiði sem hjálpar nemendum að feta sig með nokkru öryggi við að finna rétt vín með matnum – eða réttan mat með víninu.

Verð 4.500 kr á mann*

Ostar og vín

Ostar og vín hafa átt samleið síðan elstu menn og konur muna en hvaða vín passar með hvaða ost? Gráðostar kalla á öðruvísi vín en Brie. Geitaostur passar klárlega ekki með sama víni og Parmesan. Hvað með meðlætið, er sultan og vínberið málið? Á þessu námskeiði er farið yfir helstu lykilþætti í því hvernig megi gera kósí stund með ostum og víni ennþá meira kósí.

Verð 5.000 kr á mann*

Ferðalag um Frakkland

Chablis, Beaujolais, Champagne, Rhône, Búrgúndí, Loire og Alsace. Þetta eru bara nokkur af vínræktarhéröðum Frakklands sem gefa af sér þann ótrúlega fjölda gæðavína sem Frakkland er svo frægt fyrir. Á þessu námskeiði er farið í lítið ferðalag um helstu vínræktarhéröð Frakklands og skoðað hvað það er sem gerir héröðin merkilegt ásamt því að smakka vín þeirra. Ferðalög um önnur lönd eru auðvitað í boði.

Verð 4.000 kr á mann*

*Öll verð eru miðað við 12 manna lágmarksþátttöku


Bókaðu hópinn þinn á námskeið hjá Vínskólanum