El Enemigo Sémillon 2019

Sémillon

Mendoza, Argentína

91/100

Um vínið
El Enemigo Sémillon er enn ein perlan sem kemur úr smiðju Catena fjölskyldunnar. Vínáskrifendur Vínsíðanna muna kannski eftir Luca Beso de Dante 2019 sem var hluti af febrúarpakkanum, en Luca víngerðin er hliðarverkefni Lauru Catena og Alejandro Vigil – yfirvíngerðarmann Catena víngerðarinnar. El Enemigo er hins vegar hliðarverkefni Adriönnu Catena, yngri systir Lauru, og Alejandro Vigil – sem hlýtur eiginlega að vera afar virkur einstaklingur miðað við öll hans verkefni. Vínið kemur frá Agrelo svæðinu í Luján de Cuyo. Vínviðurinn er í eldri kantinum, eða um 70 ára að meðaltali. Hár aldur vínviðarins gefur minni uppskeru af sér en gæðin í hverju beri er þeim mun meiri þannig að gæði umfram magn hefur aldrei átt betur við. Vínið er látið gerjast að hluta til í eikartunnum áður en það fær svo að þroskast í 15 mánuði á nýlegum eikartunnum sem gefur víninu heilmikinn karakter..

Sémillon El Enemigo from Agrelo, Luján de Cuyo hails from a 70-year-old vineyard. Aged with flor for a year before 15 months in barrels, it’s a golden yellow in the glass. On the nose there are notes of flint, honey, a little hazelnut and cashew nut underneath the aromas of white flowers and pear. In the mouth, however, it’s broad with a good, voluminous flow, texture and a soft spiced backdrop. Intense and creamy with a sustained layer of salinity, minerality and depth to the finish. The stylistic acrobatics have opened up new possibilities for the varietal.

Vínið er fallega fölgyllt á litinn. Ilmurinn er galopinn og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Stór og breiður ilmur af suðrænum ávöxtum á borð við mangó, ananas, papaya en einnig sykruð appelsína, hunangsmelóna, lime, græn epli, hvít blóm, steinefni og þykkur hnetukenndur eikar- og smjörtónn sem umlykur þetta allt saman. Þetta er mikill og margslunginn ilmur sem verður seint kenndur við fínleika og elegans en skítt með það, hann er geggjaður. Í munni er það bragðmikið og búttað en með góðann ferskleika til að styðja við byggingu vínsins. Þykkur ávaxtatóninn blandast aftur vel við breiðan eikartóninn og endar þetta allt saman þar, á ristuðum eikartónum. Svolítið eins og ristað brauð með smjöri, og smá marmelaði.

Óþarfi að umhella. Munið að taka flöskuna út úr ísskápnum hálftíma fyrir opnun og drekkið við 8-10°C.

Matarpörun
Þetta er bragðmikið og þéttvaxið hvítvín og þarf að para eitthvað svipað saman við það. Við erum auðvtað að tala um fisk og væru t.d. þorskhnakkar með hollandaise sósu algjör negla með þessu víni. Það skal þó ekki gleyma því að þetta er ljúffengt eitt og sér líka. Góður gouda ostur mundi gera þetta ennþá betra.

Um þrúguna
Sémillon er afar mikilvæg hvítvínsþrúga sem er þó ekki jafn þekkt og hún ætti mögulega að vera, svolítið eins og músin sem læðist. Hún er upprunin í Bordeaux þar sem hún er ein af 6 leyfðum hvítvínsþrúgum héraðsins en í sannleika sagt en hún hin hvítvínsþrúgan sem skiptir mestu máli þar, ásamt Sauvignon Blanc. Sémillon er þekkt fyrir að gefa af sér ilmrík og þéttbyggð hvítvín og er hún oftar en ekki notuð til blöndunnar við aðrar þrúgur og vill svo skemmtilega til að hin frísklega og grösuga Sauvignon Blanc er fullkominn félagsskapur með Sémillon. Flest hvítvín Bordeaux eru því blöndur þessara tveggja og meðan að það er ekki óalgengt að finna 100% Sauvignon Blanc vín þá er það ekki raunin með Sémillon. Hin stórkostlegu Sauternes vín sem koma úr suður hluta Bordeaux eru að miklu leyti gerð úr Sémillon þar sem að hún tekur vel við hina geðþekku eðalmyglu sem er lykilatriði verð gerð Sauternes vína.

Sémillon er ræktuð víðar en í Bordeaux, þó hvergi jafn mikið og þar. Hún hefur náð einhverri fótfestu í Hunter dalnum í Ástralíu þar sem hún fær að standa ein og fær að sýna sínar bestu hliðar líkt og hún fær að gera í Argentínu.

Fyrir áhugasama um framburð er hægt að hlusta á Julien Miquel fara yfir það hvernig Sémillon er borið fram á góðri fönsku

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading