El Enemigo Single Vineyard La Esperanza Bonarda 2018 **** 1/2 (92)

Land: Argentína
Hérað: Uco Valley
Þrúga: 100% Bonarda
Matarpörun: Prófið með hreindýrasteik um jólin eða nautalund. Gæsa confit ætti líka steinliggja.

Hér erum við með enn eina negluna frá El Enemigo sem kemur, eins og ég hef svo of komið inn á, úr smiðju Catena vistkerfisins. Líkt og með El Enemigo Single Vineyard El Mirador Bonarda 2018 sem ég tók fyrir um daginn þá er þetta vín gert úr hinni áhugaverðu þrúgu Bonarda en ávöxturinn sem fer í þetta vín kemur frá annari vínekru sem ber heitið La Esperanza. Bonarda er kannski ekki þekktasta þrúgan á ballinu en hún á rætur sínar að rekja til Savoy sem er nú hluti af Frakklandi. Í dag er Bonarda þó búin að flytja lögheimili sitt til Argentínu, rétt eins og Malbec, og er hún næst mest ræktaða rauðvínsþrúga eftir Malbec.

Vínið er með þétt og dimmrautt á litinn og er ilmurinn sæmilega opinn en opnast fljótt á gátt. Nokkuð þéttur ilmur af plómum, bláberjum, fjólum, súkkulaði, vanillu, krydd og kryddjurtir. Rosalega dökkur og seiðandi ilmur sem gefur góð fyrirheit. Það er svo þétt, bragðmikið og afskaplega mjúkt í munni með ljúf tannín sem ramma þetta glæsilega inn. Bláber, krækiber, ferskt tóbak, vanilla, eik og krydd í aðalhlutverki og endar þetta á ljúfum tunnutónum.

Okkar álit: Dökkt, seiðandi og algjörlega frábært vín.

Verð 4.400 kr hjá UVA vino ehf

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading