E. Guigal Vignes de l’Hopsice Saint-Joseph 2016 ***** (95)

Vignes de l’Hopsice ekran er án nokkurs vafa magnaðasta vínekra Saint-Joseph svæðisins og mætti alveg ljúga að mér að þetta væri sú fegursta í öllum Rónardalnum. Ekran er öll í eigu Guigal fjölskyldunnar sem hefur eytt miklu púðri í að varðveita ekruna í sinni upprunalegu mynd síðan að þau eignuðust hana. Hún liggur í brattri hlíð sem horfir yfir bæinn Tournon og ef horft er fram hjá bæinn og yfir Rónarfljótið þá horfirðu á hið margfræga Hermitage vínræktarsvæði. Þó svo að Hermitage vínin séu í dag álitin betri var þó einu sinni þannig að vínin frá Vignes de l’Hopsice voru í enn meiri metum og þóttu þau bera af. Eins og hjá nágrannanum í Hermitage er Syrah eina þrúgan sem er ræktuð á ekrunni og er vínviðurinn gamall og eru elstu plöntur um 80 ára gamlar. Vínið fær svo að þroskast í 30 mánuði á nýjum frönskum eikartunnum áður en það er sett á markað.

Vínið er dimmrautt á litinn og með nokkuð opinn ilm en eitthvað segir mér að það sé hellingur í vændum. Eftir stutta stund í glasi fer allt af stað. Fjólur og lavender koma fyrst fram en svo brjótast fram kryddaðir tónar, beikon, mildur reykur, krækiber, safarík aðalbláber, lyng, kanill og jarðvegur. Rosalega margt að gerast í nefi en allt saman svo fallega bundið saman í eina heild. Magnaður ilmur! Í munni er það bragðmikið en þó með skemmtilegan léttleika og koma kröftug tannín í kjölfarið. Blómlegur keimur í fyrstu en svo koma berin fram og loks reyktur kjötkeimur, beikon ásamt frísklegu lyngi. Algjörlea frábær bygging á þessu víni. Mæli með umhellginu eða geymslu á 5-10 ár til viðbótar. Drekkið þetta með villibráðinni um hátíðarnar og verði ykkur að góðu.

Okkar álit: Tignarlegt og einstaklega ljúffengt vín frá framúrskarandi framleiðanda. Hátíðarvín!

Verð 10.998 kr

You might be interested in …

1 Comment

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading