Quinta do Pégo LBV 2013 **** 1/2 (92)

Quinta do Pégo er staðsett um 130 km frá borginni Porto og segja þeir sem hafa heimsótt víngreðina að þetta sé með fallegri víngörðum Douro dalsins, sem er ansi stór fullyrðing. Um það bil 30 hektarar af landi eru undir vínvið og liggja vínekrurnar í brekkum sem ná upp að 350 metrum yfir ánna Douro. Ekrurnar eru flokkaðar í A flokk IVDP (Instituto dos Vinhos do Douro e Porto), sem er hæsti gæðaflokkur vínekra í Douro. Á svæðinu er einnig glæsilegt hótel og er það að einlægur vilji Vínsíðanna að heimasækja þessa víngerð við fyrsta tækifæri. Þetta LBV er gert úr hinum klassísku Touriga Nacional, Touriga Franca, Tinta Roriz, Tinto Cão and Sousão og fær það að þroskast í 4 ár áður en það er sett á markað.

Vínið er dimmrautt á litinn með hálffeiminn og kryddaðan ilm í byrjum sem opnast þó mjög fljótt og kemur dæmigerður dökkur ávöxtur í ljós. Krækiber, bláber, sólber, plómur, döðlur, rúsínur leika lausum hala ásamt dass af ljúfri vanillu sem og smá pipar. Ansi glæsilegur og margslunginn ilmur. Það er svo kraftmikið og sætt í munni með góð tannín til að gefa þessu flotta byggingu. Þetta er afskaplega ljúft og rúnað þrátt fyrir kraftinn og er með flottan karakter. Alvöru LBV!

Okkar álit: Margslungið, kraftmikið og stútfullt af sjarma. Gefur góðu árgangsportvíni ekkert eftir. Mæli með að umhella.

Verð 7.000 kr

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading